fbpx
Menu

Fréttir

27. nóvember 2019

Hönnun, hugmyndir, nýsköpun

Hönnun, hugmyndir, nýsköpun

Nýsköpunarverkefni nemenda til sýnis

Sjö hópar nemenda í nýsköpunaráföngum hönnunar- og nýsköpunarbrautar Tækniskólans hafa unnið að nýsköpunarverkefnum fyrir þessa sýningu undir stjórn kennaranna Önnu Snædísar Sigmarsdóttur og Elísabetar V Ingvarsdóttur. Unnið hefur verið með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í öllum verkefnunum þar sem áhersla er á samfélagslegar hugmyndir og nýsköpun.

Þverfaglegt samstarf meðal nemenda skólans

Á sýningunni má jafnframt sjá verkefni sem fimm manna teymi nemenda Tækniskólans hefur þróað í Menntamaskínunni undir stjórn Ernu Ástþórsdóttur. Verkefnið byggir á þverfaglegu samstarfi og lið Tækniskólans er núna skipað nemendum úr Véltækniskólanum (vélstjórn), Byggingatækniskólanum (húsasmíði), Handverksskólanum (fatatækni) og Tæknimenntaskólanum (hönnunar-og nýsköpunarbraut). Unnið er með Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðana númer 13 sem varðar aðgerðir í loftslagsmálum.

Sýna afrakstur og mikilvægi þess að efla menntun á sviði hönnunar, nýsköpunar og verklegra greina

Markmið sýningarinnar er m.a. að gefa nemendum tækifæri á að sýna almenningi afrakstur sinn, mynda tengsl við aðra og sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði hönnunar, verklegra greina og nýsköpun í íslensku samfélagi. Þeir skólar sem nú taka þátt eru FB, Tækniskólinn, MR, Verzló, MH og Borgarholtsskóli. Ráðhús Reykjavíkur styður sýninguna en verkstjórn Samsýningarinnar er í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Ráðhús Reykjavíkur styður sýninguna en verkstjórn sýningarinnar er í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum frá 28. nóvember til 1. desember 2020:

  • Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 08:00 – 18.00
  • Föstudagur 29. nóvember kl. 08:00 – 18:00
  • Laugardagur 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00
  • Sunnudagur 1. desember kl. 12:00 – 16:00

 

Nánari upplýsingar:

Menntamaskína

Samsýning framhaldsskólanna