12. desember 2022
Húsgagna- og munasýning
Húsgagna- og munasýning nemenda í tréiðndeild Tækniskólans verður haldin 13. desember kl. 12:00–17:00 og 14. desember kl. 10:00–17:00.
Sýningin er haldin í tréiðndeildinni á Skólavörðuholti og þar verða til sýnis lokaverkefni útskriftarnema ásamt fleiri verkum.
Þetta er kjörið tækifæri til að kíkja við, kynna sér námið og sjá handverk nemenda.
Endilega kíkið við!