fbpx
Menu

Fréttir

28. febrúar 2018

Hver er þinn frami?

Fjölbreytt nám í skólunum

Verkefnið Framapróf er samstarfsverkefni allra iðn- og verkmenntaskóla á landinu og Samtaka Iðnaðarins og er skemmtilegur vettvangur til að vekja athygli á hversu fjölbreytt nám er í boði í skólunum. Niðurstöður prófsins eru beintengdar við svör frá nemendum sem eru í iðn- og verknámi og gæti hjálpað þér að velja þína braut. Þema prófsins er Eurovision, því hvar væri Eurovision án iðn- og tæknimenntaðs fólks?
Við bendum á að prófið er til gamans gert og ef þú hefur áhuga á að kynna þér námsgreinarnar betur þá hvetjum við alla til að leita til námsráðgjafa skólanna.

Við hvetjum alla til þess að taka prófið og deila því á samfélagsmiðlum.

Hér er FRAMAPRÓF