fbpx
Menu

Fréttir

18. mars 2019

Íslandsmeistarar í sinni iðngrein

Íslandsmeistarar í sinni iðngrein

Fjölmenn framhaldsskólakynning

Mörg þúsund grunnskólanemendum var boðið í Laugardalshöll til að kynna sér námsframboð framhaldsskólanna. Sýningin stóð yfir frá fimmtudegi til laugardags og var stanslaus straumur fólks – nemendur og starfsfólk skólans stóðu vaktina – til að svara öllum spurningum sem vöknuðu. Gestir gátu fengið að prófa sig í ýmsum þrautum og skoða margt skemmtilegt og er óhætt að segja að flestir hafi fengið að prófa eitthvað nýtt sem vakti bæði gleði og undrun.

Margir góðir gestir komu í heimsókn, auk grunnskólanema, s.s. mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands. RÚV fjallaði um sýninguna og ræddi við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um um iðn- og verknám.

Nokkrar myndir fylgja fréttinni sem teknar voru í höllinni á fimmtudag.

Fjöldi Íslandsmeistara meðal nemenda skólans

Fulltrúar skólans stóðu sig frábærlega og sigruðu í fjölda greina. Hér má sjá lista yfir úrslit þeirra greina sem skólinn átti þátttakendur í:

Kælitækni
1 Freydís Anna Jónsdóttir Tækniskólinn
2 Guðlaugur Rafn Daníelsson  Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
3 Guðmundur Hrafn Gnýsson Tækniskólinn

Hönnun vökvakerfa
1 Halldór Almar Halldórsson Tækniskólinn
2 Rafnar Berg Agnarsson Verkmenntaskóli Akureyrar
3 Sveinn Bergsson Fjölbrautaskóli Suðurlands

Hársnyrtiiðn
1 Hildur Ösp Gunnarsdóttir Hárakademían
2 Laufey Guðrún Vilhjálmsdóttir Tækniskólinn
3 Íris Birna Kristinsdóttir Verkmenntaskóli Akureyrar

Rafvirkjun
1 Przemyslaw Patryk Slota Verkmenntaskóli Austurlands
2 Viktor Ólason Verkmenntaskólinn á Akureyri
2 Maríanna Ragna Guðnadóttir Tækniskólinn

Rafeindavirkjun
1 Almar Daði Björnsson Verkmenntaskólinn á Akureyri
2 Baldur Þór Jónsson Verkmenntaskólinn á Akureyri
3 Grétar Smári Hilmarsson Tækniskólinn

Trésmíði
1 Númi Kárason Tækniskólinn
2 Fannar Ingi Arnbjörnsson Fjölbrautaskóli Suðurnesja
3 Jón Arnar Pétursson Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Málmsuða
1 Jón Gylfi Jónsson Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
2 Andri Már Ólafsson Verkmenntaskóli Akureyrar
3 Bartlomiej Lacek Fjölbrautaskóli Suðurlands

Pípulagnir
1 Kristófer Daði Kárason Tækniskólinn
2 Davíð Karlsson Tækniskólinn
2 Geri Ragnarsson Tækniskólinn
2 Kristján Árni Ívarsson Tækniskólinn

Fataiðn sérnám
1 Elizabeth Katrín Mason Tækniskólinn
2 Ólöf Arna Gunnarsdóttir Tækniskólinn

Fatatæknir
1 Sólrún Silja Rúnarsdóttir Tækniskólinn
2 Nína Guðrún Gunnlaugsdóttir Tækniskólinn

Gull- og silfursmíði
1 Hildur Ósk Sigurðardóttir Tækniskólinn
2 Aron Ingvar Ásdísarson Tækniskólinn
3 Ólöf Arnarsdóttir Tækniskólinn

Málaraiðn
1 Guðrún Blöndal Tækniskólinn
2 Ívar Örn Valgeirsson Tækniskólinn
2 Úlfar Birnir Heiðarsson Tækniskólinn

Forritun 
1 Kacper Zuromski Fjölbrautaskóli Suðurnesja
2 Guðmundur Freyr Ellertsson Menntaskólinn í Reykjavík
3 Freyr Hlynsson Menntaskólinn í Reykjavík

Grafísk miðlun
1 Eyvindur Einar Guðnason Tækniskólinn
2 Jón Egill Hafsteinsson Tækniskólinn

Leguskipti
1 Kristján Karl Einarsson Tækniskólinn
2 Ingvar Geir Guðmundsson Tækniskólinn

Múraraiðn
1 Ívar Orri Guðmundsson Tækniskólinn
2 Nikola Alexander Pjevic Tækniskólinn
2 Aðalbjörn Jóhannsson Tækniskólinn

Veggfóðrun og dúklagning
1 Daníel Guðnason Tækniskólinn
2 Róbert Rafn Guðnason Tækniskólinn
2 Þórir Bjarni Þorbergsson Tækniskólinn

Vefþróun Liðakeppni 
1 Hugrún Rúnarsdóttir og Nikulás Óskarsson Tækniskólinn
2 Anton Örn Kærnested,  Brynja Guðmundsdóttir og Hákon Arnar Sigurðsson Tækniskólinn
3 Jakob Daníel Vigfússon og Richard Dawson Woodhead Fjölbrautaskóli Suðurnesja