fbpx
Menu

Fréttir

10. október 2023

Málarabraut tilnefnd annað árið í röð

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023 voru kynntar á Alþjóðadegi kennara, þann 5. október síðastliðinn.

Málarabraut Byggingatækniskólans fékk tilnefningu fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Þetta er annað árið í röð sem brautin hlýtur tilnefningu til verðlaunanna og erum við virkilega stolt af þessari velgengni.

Mál­ara­brautin hefur verið framar­lega í að innleiða nýj­ungar og byggja á ein­stak­lingsmiðuðu námi. Virðing er borin fyrir reynslu og þekkingu nemenda og stendur þeim til boða mat á raunfærni sem styttir námstíma þeirra.

Við óskum málabrautinni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!