Framúrskarandi málarabraut
Málarabraut Tækniskólans hlaut Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi iðn- eða verkmenntun.
Verðlaunin hlýtur brautin fyrir þróun einstaklingsmiðaðs náms í málaraiðn. Brautinni hefur á undanförnum árum verið umbylt með þeim hætti að nemendur geta nú tekið námið á eigin hraða, með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Kennarar brautarinnar hafa unnið frábært starf við að semja ítarlegar verkefnalýsingar, kennslumyndbönd og annað efni til stuðnings. Fyrir vikið getur námið farið fram hvar sem er og nemendum á landsbyggðinni er þannig gert kleift að stunda málaranám úr heimabyggð.
Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður, finnst mér, fyrir Tækniskólann og mikil hvatning fyrir okkur hér í málaradeildinni að halda áfram á sömu braut og bara bæta okkur.
Engilbert Valgarðsson, kennari í málaraiðn.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með þá glæsilegu viðurkenningu að hljóta Íslensku menntaverðlaunin.