fbpx
Menu

Fréttir

02. september 2023

Jöfnunarstyrkur

JöfnunarstyrkurJöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Nú er opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk og er umsóknarfrestur til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.

Styrkirnir eru greiddir út eftir hverja önn í janúar og júní þegar skólarnir hafa staðfest námsárangur annarinnar.

Sjá má allar nánari upplýsingar á vefsíðu Menntasjóðs og hvetjum við nemendur sem stunda nám fjarri lögheimili til þess að kynna sér reglurnar.