fbpx
Menu

Fréttir

05. mars 2018

Kennsla í raf­veitu­virkjun

Kennsla í rafveituvirkjun

Samvinna við Veitur um kennslu í rafveituvirkjun

Tekist hefur sam­vinna við Veitur um nýt­ingu búnaðar og kennslu­rýmis í eigu Veitna í Elliðárdal rétt hjá gömlu Elliðárvirkjun. Þar er búnaður til kennslu gagn­vart umgengni við háspennu og rétt vinnu­brögð gagn­vart lífs­hættu­legri spennu sem raf­veitu­virkjar þurfa að umgangast. Laug­ar­daginn 3. mars fór fram fyrsta helgar­lota í kennslu þar á staðnum.

Mikið framfaraskref

Engin spurning er í huga okkar hjá Tækni­skól­anum að þetta er stórt fram­fara­skref í kennslu í þessari grein og byggir upp betri þekk­ingu og styður vitund nem­andans um mik­il­vægi réttrar umgengni við hættu­legar aðstæður. Veitur sáu kenn­urum fyrir aðstoðarmönnum og var þessi helgar­lota í alla staði mjög vel lukkuð. Við hjá Tækni­skól­anum færum Veitum okkar besta þakk­læti fyrir stuðninginn og enginn vafi er á því að þetta sam­starf er til hags­bóta fyrir alla sem að þessu koma.

Vandasöm umgengni við raforku

Und­an­farin ár hefur raf­veitu­virkjun verið kennd sem ein grein ofan á raf­virkjun og eru raf­veitu­virkjar sérhæfðir í umgengni við háspennu. Eins og allir vita notar almenn­ingur ekki nema 230 V spennu en flutn­ings­kerfi raf­orku getur borið allt að 400.000 V og þarf enginn að efast um að umgengni við raf­orku á slíkri spennu er vandasöm ef ekki á illa að fara.

Myndirnar sýna nemendur og kennara sem tóku þátt í þessari fyrstu helgarlotu í kennslurými Veitna.