fbpx
Menu

Fréttir

25. apríl 2022

Kosn­ingar NST 2022

Nýnemaferð 2018

Þriðjudaginn 26. apríl opnar fyrir kosn­ingar til stjórnar NST og skóla­fé­laga Tækni­skólans 2022 og lýkur kosn­ing­unni föstu­daginn 29. apríl.

 

Þrjú skólafélög

Skólafélög Tækniskólans eru þrjú:

  • Skólafélag nemenda á Skólavörðuholti
  • Skólafélag nemenda í Hafnarfirði
  • Skólafélag nemenda á Háteigsvegi

 

Hlutverk skólafélaga

Hlut­verk skóla­fé­lag­anna er að halda úti virku félags­lífi fyrir nem­endur í sínum húsum og gæta hags­muna nem­enda á hverjum stað.

Í stjórn hvers félags sitja 5 ein­stak­lingar. Formaður hvers félags situr í miðstjórn NST.

 

Hlutverk Nemendasambandsins

NST eru regn­hlíf­ar­samtök fyrir skóla­félög sem og nem­enda­félög Tækni­skólans. Til­gangur sam­bandsins er að veita fjár­magn og aðstoð til skóla- og nem­enda­fé­lag­anna til þess að halda uppi virku félags­lífi.

Markmið nemendasambandsins eru:

  • Að vernda hagsmuni nemenda í Tækniskólanum.
  • Að starfrækja öflugt félagslíf fyrir félagsmenn NST.
  • Að þjónusta Tækniskólann með sjálfbært félagslíf, styðja við uppbyggingu þess og veita þeim jafnframt aðhald.

Miðstjórn NST er skipuð 7 einstaklingum:

  • Formanni
  • Varaformanni
  • Ritara
  • Fulltrúa nemenda á Háteigsvegi (formaður skólafélagsins nemenda á Háteigsvegi)
  • Fulltrúa nemenda í Hafnarfirði (formaður skólafélags nemenda í Hafnarfirði)
  • Fulltrúa nemenda á Skólavörðuholti (formaður skólafélags nemenda á Skólavörðuholti)
  • Fulltrúa nýnema (sem er kjörinn á haustönn)

 

Um hvað er kosið?

Í sum embætti eða stjórnir skila sér ekki alltaf nægi­lega mörg framboð til þess að kjósa þurfi um stöður og er því sjálf­kjörið í þau embætti.

Í ár er kosið milli 5 frambjóðenda í embætti for­manns NST ásamt því að kosið er milli 6 frambjóðenda í stjórn skóla­fé­lags nem­enda á Skólavörðuholti.

Á kosningavef NST er hægt að kynna sér frambjóðendur betur. Kjörseðlar verða svo sendir út í gegnum innu þriðjudaginn 26. apríl og verða opnir til hádegis föstu­daginn 29. apríl.