fbpx
Menu

Fréttir

25. apríl 2022

Kosningar NST 2022

Nýnemaferð 2018

Þriðjudaginn 26. apríl opnar fyrir kosningar til stjórnar NST og skólafélaga Tækniskólans 2022 og lýkur kosningunni föstudaginn 29. apríl.

 

Þrjú skólafélög

Skólafélög Tækniskólans eru þrjú:

  • Skólafélag nemenda á Skólavörðuholti
  • Skólafélag nemenda í Hafnarfirði
  • Skólafélag nemenda á Háteigsvegi

 

Hlutverk skólafélaga

Hlutverk skólafélaganna er að halda úti virku félagslífi fyrir nemendur í sínum húsum og gæta hagsmuna nemenda á hverjum stað.

Í stjórn hvers félags sitja 5 einstaklingar. Formaður hvers félags situr í miðstjórn NST.

 

Hlutverk Nemendasambandsins

NST eru regnhlífarsamtök fyrir skólafélög sem og nemendafélög Tækniskólans. Tilgangur sambandsins er að veita fjármagn og aðstoð til skóla- og nemendafélaganna til þess að halda uppi virku félagslífi.

Markmið nemendasambandsins eru:

  • Að vernda hagsmuni nemenda í Tækniskólanum.
  • Að starfrækja öflugt félagslíf fyrir félagsmenn NST.
  • Að þjónusta Tækniskólann með sjálfbært félagslíf, styðja við uppbyggingu þess og veita þeim jafnframt aðhald.

Miðstjórn NST er skipuð 7 einstaklingum:

  • Formanni
  • Varaformanni
  • Ritara
  • Fulltrúa nemenda á Háteigsvegi (formaður skólafélagsins nemenda á Háteigsvegi)
  • Fulltrúa nemenda í Hafnarfirði (formaður skólafélags nemenda í Hafnarfirði)
  • Fulltrúa nemenda á Skólavörðuholti (formaður skólafélags nemenda á Skólavörðuholti)
  • Fulltrúa nýnema (sem er kjörinn á haustönn)

 

Um hvað er kosið?

Í sum embætti eða stjórnir skila sér ekki alltaf nægilega mörg framboð til þess að kjósa þurfi um stöður og er því sjálfkjörið í þau embætti.

Í ár er kosið milli 5 frambjóðenda í embætti formanns NST ásamt því að kosið er milli 6 frambjóðenda í stjórn skólafélags nemenda á Skólavörðuholti.

Á kosningavef NST er hægt að kynna sér frambjóðendur betur. Kjörseðlar verða svo sendir út í gegnum innu þriðjudaginn 26. apríl og verða opnir til hádegis föstudaginn 29. apríl.