fbpx
Menu

Fréttir

25. mars 2020

Kosningum frestað

Kosningum frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundi NST ásamt kosningum til miðstjórnar NST og stjórna skólafélaga Tækniskólans verið frestað fram á haust með það að markmiði að auka þátttöku í kosningunum og til að gefa frambjóðendum betri vettvang til að kynna framboð sín.

Kosningar munu fara fram í upphafi næsta skólaárs. Hér að neðan má sjá þau félög sem munu halda kosningar í haust:

  • Nemendasamband Tækniskólans (NST)
  • Skólafélag Byggingartækniskólans
  • Skólafélag Tæknimenntaskólans (NTM)
  • Skólafélag Skipstjórnarskólans
  • Skólafélag Upplýsingatækniskólans (Eniac)
  • Skólafélag Raftækniskólans (SRS)
  • Skólafélag Handverksskólans

Samhliða kosningunum í haust verður einnig auglýst eftir áhugasömum nemendum til að sitja í nefndum og ráðum innan NST.

Nánari upplýsingar veitir Valdi félagsmálafulltrúi ([email protected])