fbpx
Menu

Fréttir

19. apríl 2022

Kubburinn 2022

Kubburinn 2022

Dagana 29. apríl til 1. maí verður Kubburinn 2022 haldinn í íþróttahúsinu Digranesi.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við FB, MÁ, Tuddann og RÍSÍ. Skráning fer fram á 1337.is og kostar 4.000 kr. á mann. Keppt verður í CS:GO, League of Legends, Rocket League, Overwatch, StarCraft, Valorant, Minecraft og fleiri leikjum. Heildarverðmæti vinninga er yfir 400.000 kr.

Allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að skila leyfisbréfi þegar mætt er á LANið.

Eins og allir viðburðir NST er Kubburinn er áfengis-, vímuefna-, rafrettu- og tóbakslaus viðburður og varðar neysla þessara efna við brottrekstur.