24. nóvember 2018
Lasertag mót NST

Föstudaginn 30. nóvember verður Lasertag mót haldið inni í aðalbyggingu Tækniskólans við Skólavörðuholt. Mótið hefst kl. 18:00 og stendur yfir til kl. 21:00.
Þátttökugjald er 2500kr. og verður keppt í 8 manna liðum.
Skráning fer fram á vef Nemendasambandsins og greitt er fyrir þátttöku á staðnum.
Nemendasambandið býður svo öllum þátttakendum upp á pizzur að mótinu loknu.