fbpx
Menu

Fréttir

26. janúar 2018

Leikfélagið Desdemóna – komdu á fund og skráðu þig!

Leikfélagið Desdemóna – komdu á fund og skráðu þig!

 Viltu vinna á bak við tjöldin?

 Í Tækniskólanum er starfandi leikfélag sem vinnur að sýningu á verkinu Leigumorðinginn eftir Aki Kaurismäki. Í skólanum er einnig leiklistarval sem er kennt á föstudögum frá 13:10 til  15:15. Leikfélagið óskar eftir frjóum og duglegum nemendum til að vinna að uppsetningu sýningarinnar.

Fundur 2. febrúar kl. 12:40

Leikfélag Tækniskólans Desdemóna heldur fund föstudaginn 2. febrúar kl.12:40 í stofu 313 

Áhersla verður lögð á þætti líkt og tónlist, hljóðvinnslu, förðun, smíði, búningagerð og leikmynd þegar sýning er sett upp.

Við leitum að jákvæðum nemendum sem vilja vinna að leiksýningu vorsins.

Til að setja upp sýningu er ekki nóg að hafa leikara. Þeir sem hafa áhuga á myndlist, förðun, smíði, dansi og svo mætti lengi telja, eru hjartanlega velkomnir í leikfélagið.

Facebook-síða Desdemónu