fbpx
Menu

Fréttir

21. febrúar 2022

Líður best neðansjávar

Nám í rafeindavirkjun er fjölbreytt og þar læra nemendur meðal annars raf­einda­tækni, raf­einda­vélfræði, for­ritun og fjar­skipta­tækni.

Raf­einda­virkjar starfa víða og tengist starfið aðallega raf­einda­búnaði hvers konar, svo sem sjálf­virkni og örtölvum. Sem dæmi má nefna viðgerðir á tækjum eins og tölvum, hljóm­tækjum, flat­skjám, öryggis­kerfum, lækn­inga­tækjum, síma­kerfum og radar­búnað. Auk þess koma raf­einda­virkjar oft að hönnun og nýsköpun á raf­einda­búnaði.

Við tókum tal af Ásgeiri Jónssyni, nemanda í rafeindavirkjun, á dögunum og ræddum við hann um námið og lífið. Ásgeir hefur alltaf haft áhuga á ýmiskonar tækjum og tólum og því leist honum vel á nám í Rafeindavirkjun. Hann segir námið áhugavert og umhverfið notalegt og rólegt.

Ásgeir hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina en hann er meðal annars lærður köfunarkennari og hans uppáhalds staður er neðansjávar. Hann hefur einnig gaman af því að ferðast, kynnast fólki og prófa nýja hluti. Þegar við spurðum hvað væri skrítnasti maturinn sem hann hefur smakkað kom í ljós að hann hefur reynt ýmislegt í þeim efnum en hann hefur til dæmis bakað úr engisprettuhveiti og bragðað rottukjöt í Kína.

Ásgeir stefnir á að klára nám í rafeindavirkjun og rafvirkjun í Tækniskólanum en svo kemur framhaldið í ljós að því loknu.