fbpx
Menu

Fréttir

02. nóvember 2018

Menningarbrú – Vinnuhelgi SÍF

Dagana 19.-21. október sl. stóð Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fyrir vinnuhelgi á Hvammstanga með yfirskriftinni Menningarbrúin / Cultureal bridge.

Markmiðið með vinnuhelginni var að fræða þátttakendur um innflytjendur og flóttamenn á Íslandi, vinna í hópum við að skoða stöðu þeirra í sínum skólum/nærsamfélagi og upphugsa leiðir um það hvernig hægt væri að gera betur, bæði í félagslífi og námi.

Spennandi verkefni urðu til

Í lok helgarinnar var svo unnið í teymum að styrkumsóknum fyrir verkefnum sem styrkt gætu stöðu (e. inclusion) innflytjenda og flóttamanna í framhaldsskólum og nánasta umhverfi nemenda, aukið þátttöku þeirra og vellíðan með það að markmiði að draga úr brotthvarfi úr námi.

Meðal styrkumsóknanna mátti finna málþing, myndbönd, leikrit, matarhátíð, íþróttaviðburði o.fl.

Fulltrúar Tækniskólans á þessari vinnuhelgi voru Lillý Karen Pálsdóttir og María Ylfa Lebedeva.