fbpx
Menu

Fréttir

26. ágúst 2019

Menntamaskína

Menntamaskína

Tækniskólinn sigraði í fyrra og nú er komið að næstu keppni

Menntamaskína er 5 eininga nýsköpunarhraðall sem Nýsköpunarmiðstöð og Fablab standa að í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Skólaárið 2018/2019 sigraði lið Tækniskólans keppnina, það lið var skipað nemendum úr Véltækniskólanum, Raftækniskólanum, hönnunar- og nýsköpunarbraut og Margmiðlunarskólanum. Nú er komið að næstu keppni og ætlunin er að setja saman 5 manna þverfaglegt lið, sem mun keppa fyrir hönd skólans. Allir eru velkomnir, en það er kostur, ef nemendur eru á 18 aldursári eða eldri.

Kynning verður 29. ágúst

Kynning á Nýsköpunarhraðlinum verður fimmtudaginn 29. ágúst kl.12:40 í Framtíðarstofunni 42 á Skólavörðuholti.

Kynningunni/ fundinum verður streymt hér beint á youtuberás Tækniskólans.

Skráning/umsóknarfrestur er til 3. september.

Áhugasamir sendi póst á [email protected] með upplýsingar um nafn, aldur og viðkomandi námsbraut.