Nám utan skólastofunnar
Þrátt fyrir að kennslu í Tækniskólanum sé lokið þetta skólaárið, heldur fjöldi nemenda áfram að læra víðsvegar um landið og erlendis. Nemendur í 17 iðngreinum eru þessa dagana í vinnustaðanámi hjá fjölbreyttum fyrirtækjum.
Vinnustaðanám er mikilvægur þáttur í nám allra nemenda í iðngreinum, þar fá þeir tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni í sinni starfsgrein.
Svipmyndir úr vinnustaðanámi
Katla Líf, nemi í pípulögnum, vinnur þessa dagana við að setja inntök í hús og við götulagnir hjá Veitum.
Olga Mazurova, nemi í gull- og silfursmíði, sinnir fjölbreyttum, skemmtilegum en krefjandi verkefnum hjá Gullkúnst.
Eyvör Stella, nemi í rafvirkjun, er hjá fyrirtækinu Straumbrot, en vinnur einnig í Álverinu, til að öðlast fjölbreyttari starfsreynslu.
Sara Magnúsdóttir, nemi í klæðskurði, er í starfsnámi í Barcelona í sumar í gegnum Erasmus+. Hún vinnur hjá spennandi fyrirtæki í sínu fagi og nýtur þess um leið að kynnast borginni.
Við óskum öllum okkar iðnnemum góðs gengis í sumar og hlökkum til að heyra meira af verkefnum þeirra þegar haustið gengur í garð.