Námskeið – Tækniskóli unga fólksins

Fatasaumur
Viltu læra að sauma einfalda flík að eigin vali? Þú lærir að taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á. Einnig er farið yfir efnisval og hversu mikið efni þarf í fötin sem þú ætlar að sauma. Hefst: 11. og 18. júní
Nánar um námskeiðin
Forritun í Unity 3D
Viltu læra að búa til þrívíddartölvuleik? Á námskeiðinu lærir þú grunnatriði forritunar og prófar þrívíddarumhverfi. Forritið er frítt á netinu svo þú getur haldið áfram að læra eftir námskeiðið. Hefst: 11. og 18. júní
Nánar um námskeiðin
Tæknibrellur og upptökur
Viltu læra að taka upp eigið myndefni og bæta við upptökuna tæknibrellum, hljóði og tónlist? Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í tæknibrellum, unnið í greenscreen stúdíói og sett saman myndefni. Hefst: 11. og 18. júní
Nánar um námskeiðin
Tæknihönnun
Langar þig að hanna og búa til ótrúlegustu hluti eftir eigin höfði? Námskeiðið er haldið í framtíðarstofu Tækniskólans en þar er hægt að prenta út í þrívídd, prenta á boli, skera út með laserskera og taka upp tónlist. Hefst: 18. júní
Nánar um námskeiðið
Vélmennasmiðja
Viltu læra að setja saman og forrita vélmenni á skapandi hátt? Á námskeiðinu færð þú góðan grunn í að forrita á Arduino örgjörva, vinna með þrívíddarprentuð módel, tengja saman rafrásir og margt fleira. Hefst: 11. júní
Nánar um námskeiðið
3D fyrir tölvuleiki og teiknimyndir
Viltu læra að búa til þrívíddarmódel fyrir tölvuleiki og teiknimyndir? Á námskeiðinu er farið í framleiðslu efnis fyrir tölvuleiki, tæknibrellur og teiknimyndir. Afraksturinn verður stutt myndband með karakter. Hefst: 11. og 18. júní
Nánar um námskeiðin