Nemendur á Hönnunar- og nýsköpunarbraut hanna forsíðu
Verðlaunaafhending fór fram á hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans
Haldin var samkeppni um forsíðu fyrir Handbók kennara 2018-2019 á vegum Kennarasambands Íslands. Nemendur fjórðu annar Hönnunar- og nýsköpunarbrautarinnar hafa unnið að tillögum fyrir bókina í teikniáfanga hjá kennara sínum Helgu Guðrúnu Helgadóttur síðan í byrjun janúar og nú er ljóst hvaða tillögu dómnefnd KI undir forystu Arndísar Þorgeirsdóttur hefur valið.
Arndís Þorgeirsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd dómnefndar KÍ.
Ólavía Rún Grímsdóttir hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína. Með tillögu hennar fylgdi eftirfarandi texti:
„Að vökva huga og hjarta er kennarans sál og mannsins mál.“
Mary Jemrio Soriano Malana og Katrín Árnadóttir hlutu önnur og þriðju verðlaun fyrir sínar tillögur.
Fyrir þá sem vilja sjá allar tillögurnar þá eru þær til sýnis á 4. hæðinni í húsnæði brautarinnar á Skólavörðuholti.