fbpx
Menu

Fréttir

05. desember 2017

Nemendur sáu um hárið í keppninni

Nemendur sáu um hárið í keppninni

Hársnyrtideildin í samstarfi við „The Biggest Looser“

Undanfari misseri hefur hársnyrtideild Handverksskólans verið í samstarfi við keppnina „The Biggest Looser“ á Íslandi. Í því verkefni hefur Helga Bjartmars Arnardóttir, kennari í hársnyrtideild, haldið um stjórntaumana. Bæði hafa keppendur komið í skólann til okkar þar sem nemendur hafa litað og klippt hár þeirra og aðkoman nær svo hámarki á úrslitakvöldinu í Háskólabíói.

Nemendur stóðu sig vel

Keppnin í ár var engin undantekning og var lokakvöldið góð reynsla fyrir þá nemendur sem tóku þátt en það voru þær:

Gígja Haraldsdóttir, Klara Ívarsdóttir, Rebekka Kristinsdóttir, Sif Andrésdóttir og Vigdís S. Sól Sigurðard.

Þessir nemendur stóðu sig frábærlega, aðstandendur keppninnar sögðu þær einstaklega jákvæðar, lausnamiðaðar og duglegar, þær sýndu flottan karakter og fagmennsku.

Dýrmæt reynsla og tengsl við atvinnulífið

Skólinn óskar Helgu og nemendunum til hamingju með árangurinn og við vitum að tækifæri sem þessi eru dýrmæt reynsla og tenging fyrir nemendur okkar út í atvinnulífið sem á eftir að koma þeim til góða með einum eða öðrum hætti.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá keppninni og undirbúningi.