fbpx
Menu

Fréttir

26. júní 2020

Nýir skólastjórar

Jóna Dís Bragadóttir
Jóna Dís Bragadóttir

Skólastjóri Tæknimenntaskólans

 

Jóna Dís Bragadóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tæknimenntaskólans. Auk þess að vera með B.A. gráðu í uppeldisfræði (1995) og kennsluréttindi  í íslensku sem öðru tungumáli (2003) er Jóna Dís með M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana (2011).

Jóna Dís hóf störf hjá Tækniskólanum árið 2012 en starfaði áður í Varmárskóla.  Jóna Dís hefur verið mjög virk í hvers lags félagsmálum – bæði á vinnustöðum og í hestamennsku en hún er nú formaður stjórnar Meistaradeildar Líflands og æskunnar.  Þá hefur hún setið í gæðaráði Tækniskólans og setið í skólaráði og kennararáði á fyrri vinnustað, tekið þátt í alls kyns samstarfsverkefnum innan- og utanlands  sem og stefnumótun.

 

 

 

Sandra Borg Gunnarsdóttir
Sandra Borg Gunnarsdóttir

Skólastjóri Hönnunar- og handverksskólans

Sandra Borg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Hönnunar- og handverksskólans.  Sandra lauk list- og hönnunarnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands (leirlist) í maí 1998 og diplómanámi í kennslu- og uppeldisfræði frá Kennaraháskóla Íslands 2001.  Hún er jafnframt með viðbótardiplóma í stjórnun menntastofnana (2015) og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu – MPA (2017).  Í meistaraverkefni sínu skoðaði hún fylgni starfsánægju í framhaldsskólum og þjónandi forystu.

Sandra hefur undanfarin ár verið kennari í Flensborgarskóla og ritstýrði þar nýrri námskrá.  Hún hefur verið mjög virk í hvers konar starfi þar, svo sem setið í skólaráði og samstarfsnefnd og gegnt stöðu formanns kennarafélags Flensborgar.  Áður starfaði hún eitt ár við Iðnskólann í Hafnarfirði og þar á undan í 6 ár við kennslu og stýringu fjölgreinabrautar Lækjarskóla.

Sandra mun formlega hefja störf 1. ágúst.