Nýjustu græjurnar frá Sony
Búnaður frá Ofar styrkir ljósmyndakennslu við skólann

Sérsvið ljósmyndunar hjá Tækniskólanum hefur fengið frábæra viðbót við tækjakost skólans. Verslunin Ofar afhenti Upplýsingatækniskólanum glæsilegar Sony-vélar og linsur, sem munu nýtast við kennslu í ljósmyndun.
Við þökkum Ofar og Sony á Íslandi kærlega fyrir. Þessi viðbót við búnað skólans mun efla námið enn frekar og gefa nemendum tækifæri til að vinna með fyrsta flokks tæknibúnað á heimsmælikvarða.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Kristínu Þóru Kristjánsdóttur, skólastjóra Upplýsingatækniskólans, Brynjar Gunnarsson og Sigrúnu Sæmundsdóttur, kennara í ljósmyndun, ásamt Eyjólfi Jóhannssyni, vörustjóra Sony á Íslandi – en afhendingin fór fram í verslun Ofar við Borgartún.
Búnaðurinn sem við fengum:
-
Sony A7IV myndavél
-
Sony A7RV myndavél
-
Sony 24–70mm f/2.8 linsa
-
Sony 35mm f/1.4 linsa
-
Sony 50mm f/1.4 linsa
-
Sony 90mm f/2.8 Macro linsa
Við hlökkum til að sjá nemendur nýta þennan öfluga búnað í skapandi og metnaðarfullum verkefnum á komandi misserum.