Menu

Fréttir

15. maí 2025

Nýjustu græjurnar frá Sony

Búnaður frá Ofar styrkir ljósmyndakennslu við skólann

 

Sérsvið ljósmyndunar hjá Tækniskólanum hefur fengið frábæra viðbót við tækjakost skólans. Verslunin Ofar afhenti Upplýsingatækniskólanum glæsilegar Sony-vélar og linsur, sem munu nýtast við kennslu í ljósmyndun.

Við þökkum Ofar og Sony á Íslandi kærlega fyrir. Þessi viðbót við búnað skólans mun efla námið enn frekar og gefa nemendum tækifæri til að vinna með fyrsta flokks tæknibúnað á heimsmælikvarða.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Kristínu Þóru Kristjánsdóttur, skólastjóra Upplýsingatækniskólans, Brynjar Gunnarsson og Sigrúnu Sæmundsdóttur, kennara í ljósmyndun, ásamt Eyjólfi Jóhannssyni, vörustjóra Sony á Íslandi – en afhendingin fór fram í verslun Ofar við Borgartún.

 

Búnaðurinn sem við fengum:

  • Sony A7IV  myndavél

  • Sony A7RV myndavél

  • Sony 24–70mm f/2.8 linsa

  • Sony 35mm f/1.4 linsa

  • Sony 50mm f/1.4 linsa

  • Sony 90mm f/2.8 Macro linsa

 

Við hlökkum til að sjá nemendur nýta þennan öfluga búnað í skapandi og metnaðarfullum verkefnum á komandi misserum.