Nýnemaball Tækniskólans, Borgarholtsskóla og FÁ
Fyrsta ball vetrarins, Nýnemaballið, verður haldið á Spot í Kópavogi í samvinnu við nemendafélög Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólans við Ármúla fimmtudaginn 8. september næstkomandi.
Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.
Fram koma
VÆB, DJ Ragga Hólm, Inspector Spacetime, Stuðlabandið, Sigga Beinteins og Birnir.
Miðasala
Miðasala er hafin fyrir nemendur Tækniskólans.
Fyrsta sólarhringinn geta eingöngu nýnemar keypt miða. Þann 2. september kl. 10:00 opnar miðasalan svo fyrir aðra nemendur Tækniskólans, FÁ og Borgarholtsskóla.
Miðasala fyrir gesti utan skólanna sem halda ballið opnar svo kl. 10:00 mánudaginn 5. september.
Miðaverð er 4.000 kr. fyrir innanskólanema (nemendur í Tæknó, Borgó eða FÁ) en 5.000 kr. fyrir aðra gesti.
Leyfi frá kennslu
Þeir nemendur sem mæta á ballið fá leyfi frá kennslu til kl. 10:15 föstudaginn 9. september. Aðrir nemendur mæta í kennslu skv. stundaskrá.