fbpx
Menu

Fréttir

24. ágúst 2019

Nýnemaferð Tækniskólans 2019

Nýnemaferð Tækniskólans 2019

Hin árlega nýnemaferð Tækniskólans verður fimmtudaginn 29. ágúst næstkomandi. Farið verður á Stokkseyri og gist á Arthostel eina nótt. Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir ferðinni og heldur utan um skemmtidagskrá.

Skipulag og tímasetningar

Farið verður af stað eftir hádegi fimmtudaginn 29. ágúst og komið aftur á hádegi föstudaginn 30. ágúst. Þeir nemendur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur mæti í kennslu á fimmtudagsmorgni og eftir hádegi á föstudag.
Lagt verður af stað eins og hér segir: 

  • frá Hafnarfirði kl. 15:00,
  • frá Skólavörðuholti og Háteigsvegi kl. 15:30.

Æskilegt er að allir nemendur mæti með farangurinn sinn í skólann að morgni, en boðið verður upp á að geyma farangurinn í húsnæði skólans áður en farið er í ferðina. Heimkoma er áætluð kl. 12:00 föstudaginn 30. ágúst og verður hefðbundin kennsla það sem eftir er af föstudeginum.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér föt eftir veðri, svefnpoka/sæng, kodda, dýnu/vindsæng, sundföt og svo er öllum frjálst að koma með snarl til að hafa í rútunni og/eða um kvöldið.

Skráning og miðasala:

Miðasala í ferðina fer fram á vef Nemendasambandsins.
Miðaverð er 3000kr. á mann. Innifalið í verðinu er rútuferð fram og til baka, gisting, pylsuveisla, sundlaugapartý, skemmtidagskrá og morgunmatur. Skráning stendur yfir til hádegis 28. ágúst.

Leyfisbréf:

Allir sem fara í ferðina verða að skila inn leyfisbréfi. Hægt er að nálgast bréfin á bókasafni skólans (á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti) og er þeim einnig skilað þangað.

Nýnemar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt því ferðin er frábær vettvangur til þess að kynnast félagslífi skólans og samnemendum.

Nánari upplýsingar veitir Valdi félagsmálafulltrúi í síma 698-3857 eða tölvupóst á [email protected] og Silja Sif, 8487814 á [email protected]