fbpx
en
Menu
en

Fréttir

26. ágúst 2022

Nýnem­aferð Tækni­skólans

— ENGLISH BELOW —

Í upp­hafi hvers skólaárs býður NST (Nem­enda­sam­band Tækni­skólans) nýnemum upp á skemmti­lega dagsferð þar sem nýjum nem­endum skólans gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru og félags­lífi skólans með skemmti­legri dag­skrá og leikjum.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Stokks­eyri fimmtu­daginn 1. sept­ember þar sem boðið verður upp á fimm smiðjur. Eftir fyrstu tvær smiðjurnar verður boðið upp á pizza­veislu frá Dom­ino’s í boði NST. Lagt verður af stað kl. 8:30 og áætluð heim­koma er um kl. 17:00.

 

Skemmtileg dagskrá

Kajak

Smiðjurnar sem verða í boði eru:

  • Bubblubolti
  • Spilasmiðja
  • Kajak
  • Leikjasmiðja
  • Draugasetrið

Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem viðkom­andi vill ekki taka þátt í.

 

Miðaverð og leyfi frá kennslu

Allir nem­endur sem fara í nýnem­aferðina fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur. Aðrir nem­endur þurfa að mæta skv. stunda­skrá. Miðaverð í ferðina er 5.000 kr.

 

Kynning á félagslífi

Auk skemmti­dag­skrár­innar verða full­trúar stjórnar og nefnda NST á staðnum til þess að kynna fjöl­breytt félagslíf skólans og að taka við skrán­ingum nýnema í nefndir og ráð. Full­trúar peysu­nefndar verða einnig á staðnum að selja NST peysur og annan varning. Loks verður opnað fyrir miðasölu á Nýnem­a­ball Tæknó, Borgó og FÁ í ferðinni og fá nýnemar for­gang til miðakaupa í einn sól­ar­hring.

 

Miðasala

Hér má finna miðsölu í nýnemaferðina.

Miðasalan lokar þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13:30 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

 

 

New Student Trip


At the start of each school year NST (The stu­dent body council) org­an­izes a trip for new stu­dents to introduce the school’s social life to them and give them a chance to get to know each other through various acti­vities and games.

This year we will be visiting Stokks­eyri on Sept­ember 1st where NST is offering 5 works­hops. After the first two works­hops there will a pizza party, courtesy of NST. The trip will start at 8:30 and is scheduled to end at 17:00.

 

Entertainment and activities

The works­hops that will be available are:

  • Zorb football (Bubble ball)
  • Board game workshop
  • Kajaks
  • Game workshop
  • Ghost museum

No one is forced to take part in any acti­vities they don’t want to.

 

Ticket Prices and leave from classes

All stu­dents that take part in the trip will get leave from their classes for the day. Other stu­dents have to attend their classes as scheduled. Tickets cost 5000 kr.

 

Promotion of the schools social life

Along with teachers and staff mem­bers there will be mem­bers of the stu­dent body board as well as mem­bers of various comm­ittees will be there to introduce their roles and why it might be fun for you to take part. NST swea­ters will be sold on site for a special price along with other NST merchendise.

Ticket sales for the first stu­dent dance of the year will open during the trip. The dance will be held along with two other schools in Reykjavík; Borg­ar­holts­skóli and Fjöl­brauta­skól­inni við Ármúla. New stu­dents at these schools will have first dibs on tickets for 24 hours.

 

Tickets

Here you can buy tickets for the new student trip.

Ticket sales close at 13:30 on august 30th and tickets will not be available after that time.