02. september 2024
Nýnemaferð
Nýnemaferð fyrir nemendur á Skólavörðuholti
Nýnemaferð fyrir nemendur á Skólavörðuholti sem var frestað vegna veðurs mánudaginn 2. september verður haldin þriðjudaginn 3. september.
Ferðinni er heitið á Stokkseyri þar sem nemendum býðst að sigla um á kajak, fara í búbblubolta, hópeflisleiki og fleira.
Dagskrá
8:45 – Mæting á Skólavörðuholt
9:15 – Brottför
10:15 – Hópurinn mættur á Stokkseyri og nemendum skipt í hópa
12:00 – Grillum pylsur
12:45 – Höldum gleðinni áfram
14:30-15:00 – Rúturnar leggja af stað til baka
15:30–16:00 – Áætluð heimkoma
*Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem viðkomandi vill ekki taka þátt í.
Leyfi frá kennslu
Allir nemendur sem fara í nýnemaferðina fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur. Aðrir nemendur þurfa að mæta skv. stundaskrá.