19. janúar 2020
Nýnemakynning
Kynningarfundur mánudag 20. janúar
Kynningarfundur fyrir nýnema og foreldra/forráðamenn í matsal skólans á Skólavörðuholti. Á fundinum verður farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að vita m.a. upplýsingar um stoðþjónustu, félagslíf og Innu. Kynningin hefst kl. 17:30 og tekur um eina klukkustund.
Dagskrá
- Kynning á Tækniskólanum
- Hildur Ingvarsdóttir skólameistari
- Inna – upplýsingakerfi framhaldsskólanna
- Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari
- Stoðþjónusta fyrir nemendur og forvarnarstarf
- Þórdís Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi
- Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur
- Guðlaug Kjartansdóttir forvarnarfulltrúi
- Félagslíf og viðburðir
- Þorvaldur Guðjónsson félagsmálafulltrúi
Kaffi, kleinur, ávextir og sódavatn verða á boðstólnum.
Allir nýnemar og foreldrar/forráðamenn eru hjartanlega velkomin.