fbpx
en
Menu
en

Fréttir

16. mars 2024

OPIÐ HÚS

Opið hús verður í Tækni­skól­anum miðvikudaginn 20. mars frá kl. 15:30 til 17:30.

Á þessum degi verður hægt að heimsækja okkur á eftirfarandi stöðum:

Nem­endur og starfs­fólk taka vel á móti gestum og gang­andi sem geta kynnt sér náms­framboð, félagslíf og aðstöðu í Tækni­skól­anum.

Boðið verður upp á skoðunarferðir um skólann, reglu­legar kynn­ingar verða á sal og víðs vegar má sjá nem­endur að störfum.

Sér­stök námskynning verður í boði í öllum þremur byggingum. Kynn­ing­arnar byrja á eft­ir­far­andi tíma:

  • 15:30
  • 16:00
  • 16:30
  • 17:00

Tækni­skólinn er fram­sækinn skóli þar sem fjöl­breyti­leiki ein­kennir náms­framboð og starfs­fólk mætir þér af alúð.

Hægt er að smella á mynd­irnar hér að neðan til að sjá hvaða náms­brautir eru kenndar í hverri bygg­ingu.

Verið hjart­an­lega vel­komin!