Menu

Fréttir

10. mars 2018

15. mars er opið hús í Tækniskólanum

15. mars er opið hús í Tækniskólanum

Skólastofur opnar og verklega deildin á Reykjavíkurflugvelli.

15. mars kl. 16:00 – 18:00

Hægt verður að kynna sér námið og skoðað aðstæður, hitta nemendur, ræða við námsráðgjafa og njóta dagsins.
Kaffi og kleinur verða í boði skólans.

Tækniskólinn býður fjölbreyttar leiðir til stúdentsprófs

Kynningar á öllu námi skólans verða í matsal nemenda á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.

Opið hús í verklegu deild Flugskóla Íslands á Reykjavíkurflugvelli við Flugvallarveg.

Fulltrúar nemenda taka vel á móti gestum og bjóða uppá skoðunarferðir um skólann.

Kynntar verða allar brautir skólans sem eru rúmlega 50 talsins en nefna má t.d. tölvubraut, náttúrufræðibraut flugtækni/raftækni/tölvutækni/véltækni og K2 sem er spennandi námsleið til stúdentsprófs. Opið verður fyrir sýningu á verkum útskriftarnema í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi.
Einnig er Tækniskólinn með nýbúabraut – ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Allar námsbrautir skólans!

Í boði verður m.a. að kynna sér og fá að prófa eftirfarandi:

  • lóðningar undir leiðsögn nemenda
  • hárgreiðslu og ýmsar gerðir af fléttum
  • glæsilegir gripir og verkefni nemenda verða til sýnis