fbpx
Menu

Fréttir

21. mars 2019

Opið hús hjá
Tækniskólanum

Opið hús hjá <br>Tækniskólanum

Skólastofur opnar á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði

26. mars 2019 kl. 16:00 – 18:00

Hægt verður að kynna sér námið og skoða aðstæður, hitta nemendur, ræða við námsráðgjafa og kennara. Fulltrúar nemenda taka vel á móti gestum og bjóða upp á skoðunarferðir um skólann.

Skólameistari og aðstoðarskólameistari verða með þrjár örkynningar á Tækniskólanum. Hildur Ingvarsdóttir kynnir skólann í framtíðarstofunni 42 á Skólavörðuholti og Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari flytur kynningar í matsal skólans í Hafnarfirði. Um er að ræða stuttar kynningar á því helsta sem Tækniskólinn hefur uppá að bjóða – allt frá námsframboði  til stoðþjónustu.

Örkynningar hefjast stundvíslega kl. 16:15 – kl. 16:45 og kl. 17:15.

Stúdentspróf og iðnnám í einni sæng

Opið hús er frábær vettvangur til þess að koma í heimsókn og fá upplýsingar frá fyrstu hendi um rúmlega 50 námsbrautir Tækniskólans. Iðnnámsbrautir við skólann eru samtals 24 – sem dæmi má nefna stálsmíði, rafvirkjun, klæðskurður, ljósmyndun og pípulagnir. Stúdentsbrautir við skólann eru einnig fjölmargar og má þar helst nefna tölvubraut, K2, hönnunar- og nýsköpunarbraut og náttúrufræðibraut flugtækni. Einnig er Tækniskólinn með nýbúabraut – ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Hvort sem stefnan er sett á stúdentspróf eða iðnnám – eða hvort tveggja – þá er Tækniskólinn skólinn þinn. Byrjaðu hjá okkur og breyttu heiminum!

Skólavörðuholt

Móttaka í framtíðarstofunni

Nemendur og kennarar hjá eftirfarandi skólum/deildum bjóða gestum að prófa og skoða margt skemmtilegt:

  • Tölvubraut mætir með nokkur vélmenni
  • Örkynningar á Tækniskólanum í 42
  • Myndatökur og útprentun hjá ljósmyndadeildinni og grafískri miðlun
  • Prófaðu þig áfram í hárgreiðslu hjá hársnyrtibrautinni eða sestu í stólinn og fáðu fléttu
  • Gull- og silfursmíðanemendur verða með opna kennslustund
  • Nemendur á fatiðnbraut bjóða gestum að prófa saum á iðnaðarsaumavél
  • Prófaðu að sigla skipi – Skipstjórnarskólinn verður með siglingahermi í framtíðarstofunni 42
  • Byggingatækniskólinn og Raftækniskólinn verða svo að sjálfsögðu með skoðunarferðir um vélasali og gestir fá að prófa hitt og þetta.
  • Nemendur á stúdentsbrautunum K2 og hönnunar- og nýsköpunarbraut taka á móti gestum á 4. hæð

Að auki er margt skemmtilegt að upplifa í framtíðarstofunni 42 – eins og VIVE tölvuleikir, hljóðverið verður opið og 3D prentarar verða í fullum gangi.

Hafnarfjörður

Móttaka í anddyri skólans

Nemendur og kennarar hjá eftirfarandi skólum/deildum bjóða gestum að prófa og skoða margt skemmtilegt:

  • Örkynningar á Tækniskólanum í matsal
  • Tölvubraut mætir með nokkur vélmenni
  • Raftækniskólinn opnar kennslustofur og verkefni nemenda verða til sýnis
  • Nemendur og kennarar í rennismíði og stálsmíði sýna hvað smíða má í rennibekk
  • Byggingatækniskólinn verður með opið í pípulagningadeild skólans
  • Vélasalur húsasmíðadeildar verður einnig opinn

Allir gestir sem mæta á Opið hús fá glaðning frá Tækniskólanum og kaffiveitingar verða á boðstólnum. Sjáumst hress á Opnu húsi!

Allar námsbrautir skólans!