fbpx
Menu

Fréttir

19. september 2022

Rafíþróttalið Tækniskólans

Vilt þú taka þátt?

FRÍS 2022Við vekjum athygli á því að skráningu í prufur fyrir rafíþróttalið Tækniskólans lýkur í dag, mánudaginn 19. september.

Rafíþróttaliðið mun m.a. taka þátt í Framhaldsskólaleikunum (FRÍS) sem er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla.

Keppnin verður haldin á vorönn 2023 og þess má geta að Tækniskólinn er tvöfladur sigurvegari í FRÍS!

 

Tölvuleikirnir

Leitast er eftir spilurum í öllum mögulegum leikjum og opið er fyrir skráningu í alla tölvuleiki.

Þó er sóst eftir að fá spilara sérstaklega fyrir eftirfarandi leiki fyrir FRÍS mótið:

  • CS:GO
  • Rocket League
  • Valorant

Æfingar verða í umsjón Vigfúsar Karls Steinssonar en ásamt reglulegum æfingum eru haldnir vikulegir fundir þar sem öll liðin koma saman.