05. mars 2019
Retró tölvuleikir voru þema keppninnar

Forritunarkeppni grunnskólanna var 2. mars 2019.
Keppnin er haldin árlega og er opin öllum grunnskólanemendum í 8. – 10. bekk sem hafa áhuga á forritun. Þemað í ár var retró tölvuleikir.




Fjölmennt og vel heppnað
Notast var við forritunarmál í textaham og í boði voru fríar pizzur og bolir fyrir alla þátttakendur. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl og verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin.
- Fyrsta sæti: Kristinn Vikar Jónsson – nemandi í Hraunvallaskóla.
- Annað sæti: Benedikt Vilji Magnússon – nemandi í Hagaskóla.
- Þriðja sæti: Róbert Dennis Solomon – nemandi í Smáraskóla.