01. mars 2022
Ritver opnar
Þann 2. mars 2022 opnar ritver á bókasafninu á Skólavörðuholti og verður það opið alla miðvikudaga frá kl. 10:00–14:00.
Í ritverinu er boðið upp á aðstoð við ritgerðarskrif, heimildaleit og heimildaskráningar. Auk þess er boðið upp á aðstoð við gerð kynningarbréfs og ferilskrár.
Ef áhugi er fyrir því verður einnig hægt að fá hjálp við einfalda WordPress heimasíðugerð, til dæmis fyrir portfolio síður.
Umsjónarmaður ritversins er Svanhvít Sif og má senda fyrirspurnir um ritverið á netfangið sss@tskoli.is.