fbpx
Menu

Fréttir

27. mars 2020

Sálfræðimolar

Sálfræðimolar
  1. Sálfræðingur skólans hefur rætt um veirufar­ald­urinn við nokkra nem­endur að und­an­förnu. Ljóst er að þetta ástand hefur mis­jöfn áhrif á okkur, sumir eru stressaðir, jafnvel ótta­slegnir, aðrir eru afslappaðir og vilja jafnvel gera lítið úr far­aldr­inum. Við fáum skilaboð í fjölmiðlum um hve mik­il­vægt það sé að allir haldi ró sinni, sýni æðruleysi, en um leið dynja á okkur fréttir um svo og svo mörg smit, mis­jafnar tölur um dán­artíðni o.s.frv. Hver og einn verður að huga að báðum þáttum, þ.e. taka leiðbein­ingar um smit nægi­lega alvar­lega, en um leið að huga að eigin líðan og minnka stress.

Hér er síða með góðum ábendingum frá Benedikt sálfræðingi fyrir okkur öll.

Opin símatími

Benedikt sálfræðingur skólans er með opinn síma­tíma alla virka daga milli kl 10 og 11 á meðan sam­komu­bannið varir. Nemendum er vel­komið að hringja þó að þeir eigi ekki bókaðan tíma: 847 3600.

Áfram er hægt að panta tíma í gegnum Innu, en í stað þess að þið mætið í viðtöl á skrif­stofu þá mun Benedikt hafa sam­band í gegnum myndsímtal eða hefðbundið símtal. Ef þið pantið viðtal á Innu þá getið þið í kjöl­farið 1) náð í app sem heitir Kara Connect, 2) samþykkt per­sónu­verndarpóst sem ég sendi ykkur í tölvu­pósti, 3) opnað slóð sem ég sendi, einnig í tölvu­pósti, og þá getum við spjallað saman með mynd og hljóði. Ef þið viljið frekar þá er sjálfsagt að nota ein­fald­lega hefðbundið símtal.