fbpx
Menu

Fréttir

11. mars 2019

Samkomulag milli Flugakademíu Keilis (KAA) og Tækniskólans

Samkomulag milli Flugakademíu Keilis (KAA) og Tækniskólans

Langtímahagsmunir greinarinnar og nemenda betur tryggðir

Viðræður milli Keilis (Keilir Aviation Academy) og Tækniskólans (TS) hafa leitt til samkomulags um að TS taki yfir kennslu í flugvirkjun á vegum KAA frá og með haustönn 2019. Meginástæða þessa er sú að aðsókn í flugvirkjun hefur dregist saman í báðum skólum og telja forsvarsmenn beggja skóla að langtímahagsmunir greinarinnar og nemenda séu best tryggðir með þessum hætti.

Gert er ráð fyrir því að núverandi nemendur Keilis ljúki námi sínu hjá Tækniskólanum og stefnt að því að þessar breytingar hafi sem minnst áhrif á námsframvindu þeirra. Kjósi þeir að ljúka námi sínu hjá núverandi samstarfsaðila Keilis, AST í Skotlandi, stendur þeim það til boða.  Forsvarsmenn beggja skóla telja breytinguna þjóna hagsmunum nemenda og munu leggja sig fram um að veita þeim sem best skilyrði til að ljúka námi sínu.