fbpx
Menu

Fréttir

23. mars 2020

Sigraði í lógó samkeppni

Sigraði í lógó samkeppni

Sigurvegarinn í keppninni er Helgi Rúnar Bergsson, nemandi í Upplýsingatækniskólanum, en hann er í grunnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina. Helgi fékk að launum 400 evrur fyrir að eiga bestu hugmyndina og afhenti Hildur Ingvarsdóttir honum ávísun fyrir framan Tækniskólann í dag.

„Ég fékk hugmyndina að lógóinu þegar ég hugsaði um stað, eins og framtíðarstofuna 42, þar sem fleiri en tveir koma saman og vinna að einhverju verkefni.“ Segir Helgi Rúnar sem var hæst ánægður með sigurinn og verðlaunaféð – en hann hefur verið sérstaklega duglegur að koma í framtíðarstofuna 42 og nota aðstöðuna í verkefnavinnu.

Lógó samkeppnin er liður í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem snýst um að búa til námsefni fyrir framtíðarstofur (makerspaces). Þetta er þriggja ára verkefni sem fulltrúar Tækniskólans taka þátt í með samstarfsaðilum frá Belgíu, Tyrklandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Austurríki.

Megin markmið verkefnisins er að búa til samræmt námsefni sem verður gefið út í opnum aðgangi fyrir stofnanir og einstaklinga sem vilja nýta sér framtíðarstofur, hvort sem er til náms eða kennslu. Námsefnið á að henta bæði sem kennsluefni fyrir kennara og leiðbeinendur og efni sem þeir geta notað við kennslu nemenda.

Tækniskólinn hefur m.a. það hlutverk að sjá um ímynd verkefnisins og var samkeppnin liður í því ferli.