fbpx
Menu

Fréttir

19. nóvember 2018

Skákmót Tækniskólans

Miðvikudaginn 15. nóvember fór fram skákmót Skákklúbbs Nemendasambands Tækniskólans í Vörðuskóla. Alls tóku 12 nemendur þátt í mótinu og var hart barist í 15 mín leikjum.

Mótið var haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands sem lagði til skákborð og klukkur í mótið. Spilað var eftir reglum FIDE, alþjóða skáksambandsins og að mótinu loknu bauð Nemendasambandið þátttakendum upp á pizzur.

Í lokin stóð Phatsakorn Lomain, nemandi á náttúrufræðibraut/tölvutækni uppi sem sigurvegari, í öðru sæti var Aron Máni Nindel Haraldsson, nemandi í rafvirkjun og í þriðja sæti Baldur Máni Björnsson, nemandi í grunndeild rafiðna.