fbpx
en
Menu
en

Fréttir

05. október 2020

Skipulag kennslu 6.–16. október

Kæru nemendur  (English below)

Þá er skipulag þessarar og næstu viku að taka á sig mynd.  Kennsla verður á eftirfarandi hátt:

  • Nemendur á starfsbraut mæta í alla tíma í skólann skv. stundatöflu (þeir fá sér póst)
  • Nemendur á íslenskubraut (íslenska sem annað tungumál) verða að hluta í skólanum og hluta á Teams skv. stundatöflu
  • Allar almennar greinar (aðrar en á starfsbraut), þ.e. íslenska, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, jarðfræði, kynjafræði, danska, enska, spænska, lífsleikni, náttúrulæsi, menningarlæsi, upplýsingatækni og íþróttir verða á Teams skv. stundatöflu.
  • Aðrar faggreinar/verknám: Misjafnt er hvort þær verða kenndar í húsi eða yfir Teams.

Almennt gildir: Þið munuð fá upplýsingar ef kennsla er í húsi (staðnám) frá ykkar kennurum.  Ef þið fáið engar upplýsingar er kennslan á Teams skv. stundatöflu.

Mötuneyti skólans verða lokuð næstu tvær vikur.  Við biðjum ykkur því um að taka nesti með í skólann og neyta þess í því kennslurými sem þið eruð í tíma í.  Mjög mikilvægt er að þið blandist ekki öðrum nemendahópum en þið eruð með í tíma.  Þá minni ég á að grímuskylda er í skólanum og mjög mikilvægt að allir spritti sig við komu í skólann, við komu í kennslurými og við brottför úr kennslurými.  Þá er jafnframt mikilvægt að spritta borð, stóla og áhöld fyrir og eftir tíma.

Bókasöfn skólans verða lokuð nema til þess að fá lánaðar bækur (milli 10 og 14) þessa viku og næstu en nemendur geta pantað tíma í námsveri og einnig fengið aðstoð frá kennurum námsvers yfir Teams.  Þá hvetjum við nemendur sem þurfa að ræða við námsráðgjafa að gera það í gegnum síma.  Ef þið viljið mæta á staðinn er mikilvægt að bóka tíma fyrir fram.

Ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að tengjast Teams bendi ég á eftirfarandi vefsíðu: https://tskoli.is/fjarkennsla/

Að lokum:  Ekki gefast upp!  Þetta reynir svo sannarlega á en við skulum hjálpast að við að klára önnina með sóma.

Kær kveðja,

Hildur skólameistari

 

Classes in Tækniskólinn October 6th – October 16th

The organization for the next couple of weeks is taking shape.  Teaching will be as follows:

  • Students in special education program attend school onsite according to timetable
  • Students in Icelandic as a second language level 1 and 2 are partly in class and partly on Teams, level 3 and 4 are only on Teams
  • All general subjects, other than those in special education i.e. Icelandic as a first language, mathematics, physics, chemistry, biology, geology, gender studies, Danish, English, Spanish, lífsleikni (life skills), náttúrulæsi (nature literacy), cultural literacy, information technology and sports will be on Teams according to timetable
  • Other subjects will be either on-site or on Teams depending on the nature of the course.

In general:  You will receive information from your teachers if you are supposed to attend school in our buildings.  If you receive no information, the class is taught on Teams according to timetable.

The school canteens will be closed during this week and next week.  Students are asked to eat in class.  It is very important that you do not mingle with students in other classes than your own.  I also want to remind you that wearing a mask is mandatory in our school buildings and it is very important that everyone sanitizes their hands upon arrival in the school and entrance and departure from the classroom.  It is also very important that you sanitize your work station (table and chair) and tools before and after class.

The school libraries will only be open for book loans (between 10 and 14) but students can book a time in our study labs or get help from the teachers in the study labs on Teams.  We also suggest you use phone or e-mail to talk with counsellors but if you want to meet a counsellor on-site you have to make an appointment on beforehand.

If you are having trouble using Teams you can find videos here: https://en.tskoli.is/fjarkennsla/distance-learning-students

In the end: These times are trying but it is important not to give up.  Let‘s finish the term together.

Best regards,

Hildur principal