22. mars 2022
Skrúfudagurinn
Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans og verður hann haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. mars milli kl. 13:00 og 16:00 í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.
Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og prófa hina ýmsu hluti t.d. að sigla í fullkomnasta siglingahermi landsins. Dagskráin er virkilega fjölbreytt og glæsileg.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin.
Dagskrá
Setning
- Víglundur Laxdal, skólastjóri, og Júlíus Bjarnason, form. Skólafélags Véltækniskólans, opna hátíðina kl. 13:00.
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp.
- Tónlistarmaðurinn KK leikur nokkur lög.
Útisvæði
- Ýmsar kynningar fyrir framan skólann.
- Slökkviliðið, Landsbjörg, Slysavarnaskólinn og Landhelgisgæslan eru meðal þeirra sem taka þátt.
Fyrirtækjakynningar
- Fyrirtækjakynningar verða víðs vegar í byggingunni. Mörg af glæsilegustu fyrirtækjum og stofnunum landsins í sjávarútvegi verða á staðnum.
Aðalbygging – 1. hæð
- Móttaka gesta.
- Vélahermar opnir. Skoðaðu þig um í fullkomnasta vélahermi landsins!
Aðalbygging – 2. hæð
- Veiðarfæri, vírar, tóg og fleira áhugavert til sýnis.
- Hægt að læra að splæsa saman og gera pelastikk.
- Sögusýning um Halaveðrið.
Aðalbygging – bókasafn
- Gamlar útskriftarmyndir til sýnis sem og gömul lokaverkefni.
Aðalbygging – Turn
- Siglingatæki verða til sýnis í turninum.
- Ef veður leyfir er hægt að fara út á svalir en þar er frábært útsýni yfir Reykjavík.
Rafmagnshús
- Siglingahermir í gangi. Gestir geta prófað að taka í stýrið.
- Nemendur að störfum.
Vélahús
- Delta vélin gangsett á hálftíma fresti.
- Glóðarhausavél gangsett á heila tímanum.
- Aðrar vélar ræstar reglulega.
- Nemendur að störfum.
Veitingasala
- Boðið verður upp á veitingasölu í mötuneyti á 4. hæð. Þetta er styrktarsala fyrir útskriftarhóp Véltækniskólans. Fríar veitingar fyrir börn undir sex ára.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan skemmtilega viðburð og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá!
#skrufan22