fbpx
Menu

Fréttir

08. mars 2019

Skrúfudagurinn 9. mars 2019

Skrúfudagurinn 9. mars 2019

Skrúfudagurinn 2019

Opið hús í Sjómannaskólanum laugardaginn 9. mars frá klukkan 13:00 – 16:00.

Nemendur taka á móti gestum og leiðbeina um viðburði og skólann

Námsleiðir skólans, nemendaþjónusta og lesaðstaða nemenda verða til sýnis.

TURNINN Eitt besta útsýnið er úr turninum, allir verða að prófa að fara upp.
VÉLARÚMSHERMIR Opið er í vélarúmshermi, hægt að fylgjast með vinnu í vélarúmi.
SIGLINGAHERMIR Gestir fá að prófa stjórntökin í glæsilegum siglingahermi.
FLUGVIRKJUN OG FLUGNÁM – kynning verður á flugvirkjun frá flugvirkjadeild Tækniskólans og á flugnámi á vegum Keilis.

Skrúfudagurinn er skemmtilegur viðburður sem hentar ungum sem öldnum og hvetjum við ekki síst foreldra, ömmur og afa og frænkur og frændur til að mæta með börn og unglinga. Þá viljum við sérstaklega bjóða fyrrum nemendur við skólann velkomna enda frábært tækifæri til að rifja upp gamla tíma.

Nokkrar myndir frá Skrúfudegi fyrri ára fylgja hér með fréttinni.