Menu

Fréttir

15. mars 2018

Skrúfudagurinn 17. mars

Skrúfudagurinn 17. mars

Skrúfudagurinn 2018

Opið hús í Sjómannaskólanum laugardaginn 17. mars frá klukkan 13:00 – 16:00

 

Dagskrá:

  • 13:00 – Skólinn opnar fyrir almenningi.
  • 13:30 – Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kemur í heimsókn.
  • 14:00 – Vélahús. Glóðhausavél gangsett.
  • 14:30 – Aðalbygging. Námsráðgjafi kynnir námið í skólanum (stofa 201).
  • 15:30 – Vélahús. Glóðhausavél gangsett.

 

Aðalbygging, anddyri: Nemendur taka á móti gestum og vísa til vegar. Kynningar frá fyrirtækum og stofnunum sem tengjast náminu í skólanum.

Útisvæði Háteigsvegi: Kynningar, m.a. björgunnarsveitir og blóðbankabíllinn.

Reykjavíkurflugvöllur: Verkleg deild Flugskóla Íslands verður með opið hús í húsnæðinu við Flugvallarveg.

Vinnustofur verða opnar í véla- og smíðahúsi, rafmagnshúsi og kafbát.

Bókasafn: Kynning á nemendaþjónustu og lesaðstöðu 4. hæð.

Kjallari: Kafbátur, hægt að skoða veiðifæri, víra, tóg o.fl.

Rafmagnshús: Kælitækni, færibönd o.fl.

Rafmagnshús: Flugskóli Íslands, flughermir er opinn í rafmagnshúsinu.

Vélasalur: Nemendur að störfum og fyrirtæki með kynningar.

Turn: Siglingatæki, radar, GPS. Útsýnispallur, ef veður leyfir verður hægt að fara út á svalir á turni skólans en þar er eitt besta útsýni yfir Reykjavík.

Nokkrar myndir frá Skrúfudeginum vorið 2017 fylgja hér með fréttinni.