Menu

Fréttir

28. mars 2025

Skrúfu­dag­urinn 2025

Skrúfu­dag­urinn er árlegur kynn­ing­ar­dagur nem­enda í Vél­tækni- og Skip­stjórn­ar­skóla Tækni­skólans. Dag­urinn verður haldinn hátíðlegur laug­ar­daginn 29. mars á milli kl. 13:00–16:00 í húsnæði Tækni­skólans við Háteigsveg.

Gestum og gang­andi gefst meðal annars kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nem­endur og starfs­fólk og prófa ýmis­legt spenn­andi.

Boðið verður upp á fyr­ir­tækja­kynn­ingar þar sem mörg af glæsi­leg­ustu fyr­ir­tækjum og stofn­unum landsins verða á staðnum. Einnig verða full­trúar frá nokkrum skólum með kynn­ingar og námsráðgjafi frá Tækni­skól­anum getur svarað fyr­ir­spurnum.

Þá geta gestir kíkt í turninn, nælt sér í Skrúfu­dagspeysu, gætt sér á veit­ingum og margt fleira.

Verið hjart­an­lega vel­komin!