28. mars 2025
Skrúfudagurinn 2025
Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 29. mars á milli kl. 13:00–16:00 í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.
Gestum og gangandi gefst meðal annars kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og prófa ýmislegt spennandi.
Boðið verður upp á fyrirtækjakynningar þar sem mörg af glæsilegustu fyrirtækjum og stofnunum landsins verða á staðnum. Einnig verða fulltrúar frá nokkrum skólum með kynningar og námsráðgjafi frá Tækniskólanum getur svarað fyrirspurnum.
Þá geta gestir kíkt í turninn, nælt sér í Skrúfudagspeysu, gætt sér á veitingum og margt fleira.
Verið hjartanlega velkomin!