08. febrúar 2022
Söngkeppni Tækniskólans 2022

Skráning er hafin í Söngkeppni Tækniskólans.
Keppnin fer fram í Hátíðarsal skólans við Háteigsveg miðvikudaginn 2. mars og hefst keppnin kl. 19:30. Frítt inn fyrir alla gesti.
Skráningu þátttakenda lýkur föstudaginn 11. febrúar kl. 14:00.
Nánari upplýsingar um keppnina, fyrirkomulag og skráningu er hægt að fá hjá Valda félagsmálafulltrúa.