fbpx
Menu

Fréttir

05. mars 2021

Spannaskil í Tækniskólanum

Heilir og sælir kæru nemendur (English below)

Nú eru spannaskil í Tækniskólanum sem þýðir að áfangar sem þið voruð skráð í á spönn 1 eru að klárast og spönn 2 að hefjast. Við byrjum næstu viku á tveimur starfsdögum 8. mars og 9. mars. Svo hefst spönn 2 miðvikudaginn 10. mars samkvæmt nýrri stundatöflu sem við hvetjum við ykkur til að skoða í Innu (athugið að velja næstu viku og þarnæstu til að sjá heila viku). Sum ykkar eru í áföngum sem eru kenndir yfir alla önnina og þá haldið þið sömu stundatöflu fyrir þá áfanga.

 

Einkunnir fyrir áfanga sem eru á spönn 1

Allar einkunnir eiga að liggja fyrir í Innu laugardaginn 6. mars. Það geta verið undantekningar á því en þá verða þær einkunnir komnar á hreint í lok dags á mánudaginn.

 

Töflubreyting

Töflubreytingar fyrir seinni spönn eru eingöngu ætlaðar þeim sem ekki fá í töflu þá áfanga sem voru í vali. Falli nemendur í áfanga á spönn 1 er hann tekinn aftur á haustönn 2021. Undantekningar á þessu geta verið ef lenging verður á námi nemenda vegna reglna um undanfara.

Hægt verður að óska eftir töflubreytingu á laugardag og sunnudag 6. og 7. mars í gegnum Innu og er mikilvægt að þetta sé gert þar. Unnið verður úr beiðnum mánudag og þriðjudag 8. og 9. mars og sjást niðurstöður í Innu.

Töflubreyting er ekki notuð til að segja sig úr áfanga.

 

Ef það vakna upp einhverjar spurningar hjá ykkur þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við ykkar skólastjóra.  Að lokum viljum við hrósa ykkur fyrir góða frammistöðu á fyrri spönn.  Það hefur verið frábært að geta haldið úti næstum því hefðbundnu skólastarfi og vonandi verður svo áfram það sem eftir lifir annar.

Með góðri kveðju,

Guðrún og Hildur

 


 

Dear students,

We are about to start the second part of our two-part semester. This means that your “spönn 1” courses are over and your “spönn 2” courses are beginning. Monday and Tuesday of next week, March 8th and 9th, are teacher conference days with no classes.  “Spönn 2” begins on March 10th according to your new timetable in Inna (please note that you will need to choose next week in your Inna calendar to see the new timetable). Some of you are registered in courses that are continuing from “spönn 1” to “spönn 2” so the timetables for them will not change.

 

Grades for courses in “spönn 1”

All grades should be posted in Inna tomorrow, Saturday March 6th. There may be some exceptions, but those grades will be posted by the end of Monday.

 

Timetable changes (töflubreytingar)

Requests for timetable changes for “spönn 2” are only meant for students who didn´t get their selected courses in the new timetable.

If students fail a course in “spönn 1” they retake that course in the fall semester 2021. Exceptions can be made if rules regarding prerequisites prevent students from completing their studies on time.

 

Requests for ,,töflubreytingar” can be made in Inna on Saturday March 6th and Sunday March 7th.

Requests will be processed on Monday and Tuesday, March 8th and 9th, and results will be posted in Inna.

Timetable corrections are not used to withdraw from courses.

 

If you have questions, please contact your skólastjóri. Finally, we want to commend you on your good work in “spönn 1”. It has been fgreat to be able to have the school mostly back to normal and hopefully that will continue in “spönn 2”.

 

Best regards,

Guðrún and Hildur