fbpx
Menu

Fréttir

21. október 2019

Spjaldtölvugjöf

Spjaldtölvugjöf

Spjaldtölvur til allra nýnema í rafiðngreinum.

Í hádeginu 21. október mættu fulltrúar frá Rafmennt og afhentu nemendahópnum glæsilegar Samsung spjaldtölvur. Nemendum í raftæknigreinum hefur fjölgað undanfarin ár og hafa allir nemendur sem skráðir eru í grunnnám rafiðna, rafvirkjun og rafeindavirkjun fengið gefins spjaldtölvur undanfarnar annir. Þetta er höfðinglegt framtak hjá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands sem eiga Rafmennt og styrkir námið enda er mikið námsefni rafiðngreina frítt inn á Rafbok.is.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendinguna á Skólavörðuholti í dag en afhending fór einnig fram til nemenda í Hafnarfirði.