19. september 2022
Upplýsingar til nemenda
Við viljum upplýsa nemendur og starfsfólk um stöðu mála í tölvumálum eftir netárás sem gerð var á Tækniskólann fyrir rúmri viku.
Hér eru nokkrir punktar varðandi stöðuna mánudaginn 19. september:
- Nemendur eiga nú að komast á netið og í skýið (One drive)
- Nemendur eiga að vera komnir með aðgang að öllum algengasta hugbúnaði
- Ekki er hægt að nota sýndarvélar og verður það ekki hægt um sinn
- Prentkerfið verður ekki klárt strax en hægt er að fá gögn útprentuð/skönnuð á bókasöfnum skólans þar sem tekið er á móti notendum með bros á vör
Gangi ykkur sem allra best!