fbpx
Menu

Fréttir

27. janúar 2020

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Fundur laugardag 1. feb. kl. 12:30 í S405

Kynningarfundur verður haldin fyrir alla nemendur skólans laugardaginn 1. febrúar kl. 12:30 í stofu 405 Skólavörðuholti.
Þetta er tækifæri og ef þú tekur þátt þá færðu eina framhaldsskólaeiningu fyrir  og leiðin getur legið alla leið á Ólympíuleika í stærðfræði.

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram á hverju hausti og er opin öllum framhaldsskólanemum. Nemendur keppa á tveimur stigum og fá verðlaun og viðurkenningar. Efstu nemendum á hvoru stigi er boðin þátttaka í úrslitakeppni sem fram fer í byrjun mars.

Til hvers er að vinna?

Fyrir utan viðurkenningar og verðlaun fyrir efstu sætin í keppnunum, þá er árangur keppenda hafður til hliðsjónar þegar valdir eru keppendur í Eystrasaltskeppnina í stærðfræði, Norrænu stærðfræðikeppnina og á Ólympíuleikana í stærðfræði, en allar þessar keppnir eru haldnar á hverju ári.

Facebook – síða keppninnar

Um stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Keppnin 2019 -2020