fbpx
Menu

Fréttir

12. nóvember 2021

Stjórnendastörf við Tækniskólann

Hús Tækniskólans Háteigsvegi - Sjómannaskólahúsið.

Tækniskólinn leitar að öflugum leiðtogum í störf skólastjóra Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans og mannauðsstjóra Tækniskólans. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með góða menntun og víðtæka reynslu sem brenna fyrir velferð nemenda og starfsfólks.

Tækni­skólinn er líf­legur vinnustaður en þar eru tæp­lega 300 starfs­menn og rúm­lega 3.000 nem­endur. Starfs­ánægja mælist há hjá skól­anum og mikil áhersla lögð á góðan starfs­anda, velferð nem­enda og starfs­manna og að hver og einn fái sinna hæfi­leika notið.

Nánari upplýsingar um störfin má finna á vefsíðu skólans og á alfred.is.