25. janúar 2023
Stofudagar
Stofudagar
Hársnyrtideildin er reglulega með stofudaga á Skólavörðuholti, en nemendur sjá um dagana undir stjórn kennara. Þá geta allir komið í klippingu, litun eða aðra hársnyrtingu gegn vægu gjaldi.
Ekki er leyfilegt að framkvæma efnameðferðir s.s. litanir, aflitun og permanent á einstaklingum undir 16 ára. Einstaklingar sem eru 16–18 ára þurfa að hafa samþykki foreldra fyrir hvers konar efnameðferðum.
Karladagar
Á karladögum á Skólavörðuholti eru allir karlar velkomnir í fría klippingu, þunnhærðir, sköllóttir, síðhærðir og allt þar á milli.
Staðsetning
Hársnyrtideildin er staðsett á Skólavörðuholti á 2. hæð til hægri inn af aðalinngangi. Síminn er 514 9182.
Tímasetning og verðskrá
Hér má sjá nánari upplýsingar um tímasetningu og verð stofudaga.