11. maí 2019
Sýning í húsasmíði og húsgagnasmíði 16.-17. maí

Húsgagnasýning nema í húsgagna- og húsasmíði við Tækniskólann verður haldin fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. maí.
Til sýnis verða lokaverkefni útskriftarnema ásamt fleiri verkum á fyrri stigum námsins
Sýningin er opin á fimmtudegi frá 12:00 -18:00 og föstudegi frá 11:00-16:00.
Kjörið að nýta tækifærið til að kynna sér námið og handverk nemenda. Sýningin er haldin í trésmíðadeild á fyrstu hæð í húsi Tækniskólans á Skólavörðuholti.