fbpx
Menu

Fréttir

20. apríl 2021

Sýning nemenda í frumkvöðlafræði

Nemendur á Hönnunar- og nýsköpunarbraut og K2 hafa verið í frumkvöðlafræði á önninni, en hún er kennd í samstarfi við JA Iceland (Junior Achievements). Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki og framleiða vöru sem síðan er seld.

Nú taka sautján framhaldsskólar þátt og er vaninn að haldin sé vörumessa í Smáralind þar sem liðin geta kynnt og selt sína vöru en einnig er keppt til ýmissa verðlauna.

Vörumessan var felld niður núna í ár vegna COVID-19  en þess í stað ætla nokkrir nemendur að setja upp bás í matsal skólans á Skólavörðuholti miðvikudaginn 21. apríl milli kl: 12:30–13:30. Þar verður afrakstur áfangans sýndur og einnig verður mögulega hægt að kaupa vörurnar.

Liðin sem ætla að sýna vörur sínar eru FIORE Iceland og Yrk.

FIORE Iceland gera tækifæriskort úr endurunnum pappír með fræjum í sem þýðir að hægt er að gróðursetja kortið eftir viðburð og fá upp kryddjurtir eða blóm.

YRK hanna endurskinsmerki sem hentar öllum kynslóðum til að vera sýnilegri í myrkrinu og hægt er að krækja merkið á úlpur, töskur o.s.frv.